Ýmislegt í boði í Árborg

Það er ýmislegt um að vera í Árborg um páskana, bókasafnið á Selfossi er opið í dag og þar eru opnar listsýningar.

Bókasafnið á Selfossi er opið frá 11 til 14 í dag, laugardag. Sundhöll Selfoss er opin alla páskahátíðina en sundlaugin á Stokkseyri er opin í í dag og á annan dag páska.

Húsið á Eyrarbakka er með páskasýningu sem heitir “Veggteppið og klæðið fljúgandi”, í bókasafninu á Selfossi eru tvær sýningar “Vorkoman” í aðalsal safnsins og í Listagjánni er sýning þeirra feðgina Elfars Guðna Þórðarsonar og Þóru Elfarsdóttur frá Stokkseyri.

Síðan eru hinir margrómuðu veitingastaðir víðsvegar í sveitarfélaginu opnir alla páskahátíðina.