Yfirvöld stöðva skipulag Mýrdalshrepps

Skipulagsstofnun hefur lagt til við umhverfisráðuneytið að hluta aðalskipulags Mýrdalshrepps, sem verið hefur í vinnslu í allmörg ár en var samþykkt í sveitarstjórn í vor, verði frestað.

Enn er það veglína sem deilt er um og verður þess valdandi nú að aðalskipulag hreppsins fær ekki afgreiðslu yfirvalda. Umhverfisráðuneytið óskaði í byrjun þessa mánaðar eftir því að sveitarstjórn gæfi umsögn um afstöðu Skipulagsstofnunar og hefur sveitarfélagið frest til morgun að skila inn sínum viðhorfum.

Deilt hefur verið um skipulagsmál í Mýrdalshreppi í allmörg ár, einkanlega um færslu hringvegarins , en sveitarstjórn samþykkti skipulag með veglínu sem kallar á gangnagerð og vegalagningu meðfram ströndinni, sunnan við þorpið.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu