Yfirlæknisskipti á lyflækningadeild HSU

Sigurður Böðvarsson. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson

Sigurður Böðvarsson sérfræðingur í almennum lyflækningum og krabbameinslækningum hefur tekið við stöðu yfirlæknis á lyflækningadeild HSU á Selfossi frá og með 1. október sl.

Sigurður, sem er frá Búrfelli í Grímsnesi, er sérfræðingur í krabbameinslækningum og hefur starfað sem slíkur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi frá 1. desember 2018.

Björn Magnússon, fráfarandi yfirlæknir, sem er 72 ára gamall, hefur ákveðið að draga í land hvað starfshlutfall varðar og láta af hendi yfirlækniskeflið en hann mun áfram þjónusta skjólstæðinga HSU í hálfu starfi.

Fyrri greinFjórar brýr á hringveginum boðnar út
Næsta greinRíkisstjórnin styrkir skákhátíð á Selfossi