Yfir hundrað í einangrun á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Á annað hundrað manns eru í einangrun í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna COVID-19.

Nýjustu tölur á heimasíðu HSU eru síðan föstudaginn 30. júlí en þá var 101 í einangrun og 253 í sóttkví á Suðurlandi, auk þess sem 114 voru í skimunarsóttkví eftir að hafa farið í sýnatöku á landamærunum.

Samkvæmt þessum tölum eru 17 í einangrun á Selfossi og 79 í sóttkví, einnig eru 17 í sóttkví í dreifbýlinu í Rangárþingi ytra og 20 í sóttkví þar. Átta eru í einangrun í Bláskógabyggð og sjö í Hveragerði.

Athygli er vakin á því að þessar tölur eru síðan á föstudag og hafa eflaust hækkað um helgina, þó að HSU birti ekki upplýsingar um það daglega.

Fyrri greinBjörgvin Karl fjórði á heimsleikunum
Næsta greinHarpa ráðin forstöðumaður Kötluseturs