Yfir þrjátíu umsóknir um starf sviðsstjóra

Mikill fjöldi sótti um starf sviðsstjóra þjónustu- og framkvæmdasviðs í Bláskógabyggð. Alls sóttu 31 aðili um starfið en fimm þeirra drógu síðar umsókn sína til baka.

Sveitarfélagið fól Capacent að meta hæfi umsækjenda en byggðaráð Bláskógabyggðar mun taka ákvörðun um ráðningu í starfið í þessari viku.

Eftirtaldir sóttu um:

Anna María Axelsdóttir viðskipta­fræðingur, Anna Sigr. Magnúsdóttir, Arinbjörn Sigurgeirsson, Bent Larsen Fróðason verkefnisstjóri, Björgvin Jónsson tæknifræðingur,

Brynjólfur Flosason viðskiptafræðingur, Davíð Viðarsson bygginga­verk­fræðingur, Eiríkur Árni Hermannsson, Eyjólfur Eyjólfsson bygginga­fræðingur, G. Heiðar Guðnason forstöðumaður,

Guðfinnur Gísli Þórðar­son byggingatæknifræðingur, Halldór Karlsson verkefnis­stjóri, Hilmar Ragnarsson húsasmíðameistari, Hólmgrímur Þorsteins­son rekstrar­verkfræðingur, Jón Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri,

Karl Jóhann Bridde verktaki, Karl Ómar Jónsson byggingariðnfræðingur, Kristinn J. Gíslason rekstrarverkfræðingur, Lilja Hrönn Júlíusdóttir þjón­ustu­fulltrúi, Pétur A. Maack fjármálastjóri,

Pétur Kristjánsson deildar­stjóri, Rúnar Ingi Guðjónsson byggingafræðingur, Sigurður M. Stefáns­son verkstjóri, Sigurjón Pétur Guðmundsson deildarstjóri, Tómas Ellert Tómasson verkfræðingur og Þorvaldur Hjaltason viðskipta­fræðingur.