X13: Talningu lokið – Páll Valur í uppbótarsætinu

Talningu er lokið í Suðurkjördæmi. Þar mældist Framsóknarflokkur stærstur með 34,5% atkvæða og fjóra þing menn eins og Sjálfstæðisflokkur sem hlaut 28,3% atkvæða.

Á kjörskrá voru 33.641 og voru 27.531 atkvæði talin. Auðir seðlar voru 564 og ógildir 91. Kjörsókn var 81,9%, fjórum prósentum lakari en í kosningunum 2009.

Talning gekk ágætlega fyrir sig, síðustu kjörkassarnir komu á Selfoss frá Hornafirði um kl. 5 og lokatölur í kjördæminu voru lesnar upp um kl. 6:20.

Lokatölur úr öllum kjördæmum voru ljósar um kl. 8:30 þegar síðustu tölur komu úr norðvesturkjördæmi. Uppbótarsætið í Suðurkjördæmi virðist hafa lent hjá Bjartri framtíð eftir að hafa verið á miklu flakki í alla nótt.

Lokatölur:
B – Framsóknarflokkurinn 9.262 atkvæði – 34,5%
D – Sjálfstæðisflokkurinn 7.594 atkvæði – 28,3%
S – Samfylkingin 2.734 atkvæði – 10,2%
V – Vinstri grænir 1.581 atkvæði 5,9%
Þ – Píratar 1.268 atkvæði 4,7%
A – Björt framtíð 1.202 atkvæði 4,5%
T – Dögun 904 atkvæði 3,4%
I – Flokkur heimilanna 786 atkvæði 2,9%
G – Hægri grænir 702 atkvæði 2,6%
L – Lýðræðisvaktin 431 atkvæði 1,6%
J – Regnboginn 412 atkvæði 1,5%

Þingmenn kjördæmisins:

Kjördæmakjörnir
· Sigurður Ingi Jóhannsson (B)
· Ragnheiður Elín Árnadóttir (D)
· Silja Dögg Gunnarsdóttir (B)
· Unnur Brá Konráðsdóttir (D)
· Páll Jóhann Pálsson (B)
· Oddný G. Harðardóttir (S)
· Ásmundur Friðriksson (D)
· Haraldur Einarsson (B)
· Vilhjálmur Árnason (D)

Uppbótarþingmaður
· Páll Valur Björnsson (A)

Uppfært kl. 08:35

Fyrri greinGrýlupottahlaup 4/2013 – Úrslit
Næsta grein„Nóttin getur orðið löng“