World Class opnar á Hellu

World Class á Hellu. Ljósmynd/Aðsend

Ný líkamsræktarstöð á vegum World Class hefur nú opnað í nýju viðbyggingunni í íþróttahúsinu á Hellu.

Stöðin er hin glæsilegasta og þar eru öll tæki og tól af nýjustu sort. Út næstu viku stendur öllum til boða að kynnast stöðinni og æfa án endurgjalds. Opnunartíminn er sá sami og í sundlauginni, 6:30 til 21 á virkum dögum og 10 til 19 um helgar.

Fyrri greinLoftgæðamælir kominn upp í Reykholti
Næsta grein„Markmiðið er að bæta mannleg samskipti“