Willys boddíi stolið í Flóanum

Lögreglan á Selfossi fékk í síðustu viku tilkynningu um þjófnað á boddíi af Willys jeppa og ýmsum varahlutum sem voru í geymslu í Flóahreppi.

Eigandi uppgötvaði þetta þegar hann kom í geymsluna í vikunni en hann hafði ekki komið þar frá því í janúar síðastliðinn. Í kjölfarið komst eigandinn á snoðir um boddíð og eitthvað af varhlutunum á höfuðborgarsvæðinu.

Málið er í rannsókn.