VSÓ ráðgjöf bauð lægst í eftirlit og ráðgjöf

Núverandi brú yfir Stóru-Laxá er einbreið. sunnlenska.is/Helga R. Einarsdóttir

VSÓ ráðgjöf ehf bauð lægst í eftirlit og ráðgjöf með byggingu brúar yfir Stóru-Laxá og vegaframkvæmda í kringum hana sem hefjast síðar á árinu.

Tilboð VSÓ ráðgjafar hljóðaði upp á 16,9 milljónir króna og var 11,9% undir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, sem var rúmlega 19,1 milljón króna.

Efla hf bauð 17,2 milljónir króna í verkið, Mannvit 19,4 milljónir og Hnit verkfræðistofa 23,6 milljónir. Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.

Tilboð í brúarsmíðina sjálfa, sem og vegagerðina, voru opnuð í ágúst og var Ístak hf lægstbjóðandi.

Verkinu á að vera lokið þann 30. september 2022

Fyrri greinAusturvegur lokaður vegna trjáfellinga
Næsta grein„Ég er svo sár yfir því að það sé verið að taka þessi tré“