Vöxtur í verkefnum lögreglunnar

Í síðustu viku höfðu lögreglumenn á Selfossi afskipti af sex ökumönnum sem voru grunaðir um fíkniefnaakstur og tveir fyrir ölvunarakstur.

Tíu voru kærðir fyrir hraðakstur, tveir fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar, tveir fyrir að vera ekki með öryggisbelti, einn fyrir að aka án ökuréttinda og einn fyrir að vera með ótryggða bifreið.

Þrjú minni háttar fíkniefnamál komu til kasta lögreglu um helgina þar sem einstaklingar voru með kannabisefni í vörslum sínum.

Vöxtur hefur verið í verkefnum lögreglunnar á Selfossi. Þeim hefur fjölgað talsvert í síðustu viku miðað við sem verið hefur undanfarið en í liðinni viku voru bókuð 150 verkefni.