Vörubílstjóri slapp með skrekkinn

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vörubíll fauk útaf Suðurlandsvegi í Hveradölum á tólfta tímanum í morgun.

Talsvert viðbragð var vegna slyssins og voru meðal annars kallaðir út tækjabílar frá Brunavörnum Árnessýslu frá Hveragerði og Selfossi.

Betur fór þó en á horfðist og slapp ökumaðurinn, sem var einn á ferð, án teljandi meiðsla.

Hálkublettir eru á Hellisheiði og mjög hvasst; 17 m/sek og hviður yfir 25 m/sek.

Fyrri greinÁ mjög erfitt með að vera í ósamstæðum sokkum
Næsta greinLeggja til að höfuðstöðvar Rarik verði fluttar út á land