Vörubílspallur fauk á hús

Tjón varð á þremur húsum í Vík í Mýrdal í nótt þegar stór vörubílspallur tókst á loft í rokinu.

Pallurinn braut gat á þak húss Trévíkur og skemmdi einnig þök á tveimur íbúðarhúsum.

Heimamenn náðu að stoppa pallinn og forða frekari tjóni með því að aka stórum jeppa upp á pallinn.