Vörubíll valt í Ölfusinu

Frá vettvangi slyssins við Kotströnd. Ljósmynd/BÁ

Suðurlandsvegur er lokaður til austurs í Ölfusi eftir að vörubíll valt á veginum við Kotströnd um klukkan hálf þrjú í dag.

Brunavarnir Árnessýslu, lögreglan á Suðurlandi og sjúkraflutningar HSU fóru á vettvang. Ökumaður fékk aðhlynningu sjúkraflutningamanna og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Umferð verður beint um Hvammsveg í austurátt á meðan á hreinsun á vettvangi stendur.

Fyrri greinKarína bauð lægst í jarðvinnu við Stekkjaskóla
Næsta greinMannvit bauð lægst í byggingarstjórn