Vörubíll valt í Kömbunum

Ökumaður vörubíls slapp lítið meiddur eftir að bíll hans valt neðst í Kömbunum klukkan fimm í morgun. Aftan í bílnum var dráttarvagn með ferskum fiski.

Bíllinn var á leið upp Kambana þegar hann fór á hliðina, rann yfir veginn og fór útaf honum hinu megin.

Kassinn á dráttarvagninum brotnaði ekki í veltunni þannig að farmurinn hélst inni í honum og er að mestu talinn óskemmdur. Hann er hins vegar í einni kös í vagninum og er ljóst að einhvern tíma mun taka að koma bílnum og vagninum í burtu.

Ökumaður bílsins var fluttur til skoðunar á Landspítalann og eru meiðsli hans talin vera minniháttar.

Fyrri greinBreytt dagsetning á Byggðarhornsfjöri
Næsta greinHef aldrei áður gefið út á vinyl