Vörubíll ók á rafmagnslínu

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnið fór af allri Árborg, Flóahreppi og hluta uppsveita Árnessýslu um stund nú síðdegis eftir að vörubíll ók á rafmagnslínu við golfvöllinn á Selfossi.

Þessa dagana er verið að vinna við landmótun á golfvellinum og eru stórvirkar vinnuvélar á svæðinu. Vörubíllinn var með pallinn uppi þegar hann ók á línuna.

Straumlaust var útfrá Selfossi í rúmlega 20 mínútur þar sem Selfosslína 1 sló út við áreksturinn.

Rafmagn er komið aftur á en samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er línan ennþá úti.

UPPFÆRT KL. 18:38

Fyrri greinGæsluvarðhald fellt úr gildi
Næsta greinKatrín og Hanna með stórleik í fyrsta sigri Selfoss