Vorhugur kominn í ökumenn

Töluvert var að gera hjá lögreglunni á Hvolsvelli í síðustu viku og voru 58 mál færð til bókar. Nítján voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Sá sem hraðast var á 129 km/klst og segir Lögreglan greinilegt að vorhugur er kominn í ökumenn. Lögreglumenn sjá nú hærri tölur við hraðamælingar en sex þessara ökumanna óku hraðar en 120 km/klst.

Fyrri grein170 manns á tækjamóti
Næsta greinGuðmundur í úrvalsliðinu