Vorboðarnir flykkjast til landsins

Vorboðarnir eru margir og flykkjast nú til landsins. Þannig lagðist flutningaskipið Wilson Narvik við bryggju í Þorlákshöfn á páskadagsmorgun með fyrstu stóru áburðarsendingu ársins.

Um borð í skipinu voru um 6.000 tonn af áburði, eða tólfþúsund sekkir sem viðskiptavinir Fóðurblöndunnar munu dreifa á tún í vor.

Skipið sjálft er engin smásmíði, rúm 6.100 brúttótonn, smíðað í Kína árið 2011 og gerir út frá Möltu.

Áður hafði 800 tonnum af áburði verið skipað upp úr öðru skipi fyrir SS og fleiri skip væntanleg með áburðarsekki fyrir SS og Skeljung.

Fyrri greinEinstök teikning eftir Kjarval fannst í Eiríkssafni
Næsta greinListi Regnbogans tilbúinn