Vörðufell skelfur

Jarðskjálfti sem var 3 stig að stærð varð klukkan 18:57 í kvöld undir Vörðufelli.

Skjálftinn var á um 6 kílómetra dýpi og fannst m.a. á Selfossi og í Laugarási í Biskupstungum.

Annar skjálfti sem var tæplega 3 stig varð upp úr klukkan átta í kvöld um 5 kílómetrum norðvestur af Hveragerði, hann var einnig á 6 kílómetra dýpi. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að hann hafi fundist í Hveragerði og nágrenni.