Vörðufell bauð lægst í tengibyggingu

Vörðufell ehf. á Selfossi bauð lægst í smíði tengibyggingar við Íþróttamiðstöðina á Hvolsvelli. Rúmum fimmhundruð þúsund krónum munaði á tveimur lægstu tilboðunum.

Sex verktakar buðu í verkið og hljóðaði tilboð Vörðufells upp á rúmar 141,4 milljónir króna. Þar á eftir komu Eðalbyggingar á Selfossi með 141,9 milljónir króna.

Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 152 milljónir króna. Þrjú tilboð voru undir kostnaðaráætlun en hæsta tilboðið kom frá Smíðanda á Selfossi, rúmar 160,9 milljónir króna.