Vonskuveður undir Fjöllunum

Vonskuveður brast á undir Eyjafjöllum og í Mýrdalnum í morgun. Vindhraði hefur farið upp í 50 metra á sekúndu á Steinum undir Eyjafjöllum.

Mjög blint er og ekkert ferðaveður að sögn lögreglu.

Öskufok er frá Eyjafjallajökli yfir til Vestmannaeyja og er snjórinn, sem féll þar í nótt, nú grár yfir að líta.

Óveðrið skall á þegar Herjólfur var á leið til Landeyjahafnar í morgun, og varð hann frá að hverfa og sigla til Þorlákshafnar.