Vond veðurspá í dag

Veður fer versnandi á Suðurlandi og má þannig reikna með hríðarveðri, allhvössum vindi og minnkandi skyggni á Hellisheiði frá hádegi og fram undir kvöld.

Svipaðar horfur eru víða í uppsveitum Suðurlands.

Það eru hálkublettir á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði. Hálka eða hálkublettir eru í uppsveitum Suðurlands.