Vonandi liðin tíð að berjast við vatnsleysið

"Í svona árferði værum við að berjast við vatnsleysi," segir Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri Flóahrepps.

„Það er þó vonandi liðin tíð og úr sögunni en við megum ekki gleyma því,“ segir hún en mörg undanfarin sumur hafa lindir í Flóanum þornað upp með tilheyrandi vatnsleysi á nokkrum bæjum.

„Alla jafna erum við að nota vatn úr okkar lindum hér og þær hafa undan, en nú þegar búið er að vera þurrt um nokkurt skeið er notast við næturrennsli frá Selfossi,“ segir Margrét.

Varn kemur þá um nýlagðar lagnir frá sveitarfélagsmörkum Árborgar og Flóahrepps og að miðlunartanki hreppsins í Ruddakróki.

Fyrri greinEinar og Glóðafeykir sigruðu í B-flokki
Næsta greinSveitarfélagið tekur þátt í bændamarkaði