Von á meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð

sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Talsvert hefur hægt á vextinum í Skaftá við þjóðveg 1 það sem af er degi. Vatnshæðamælirinn við Eldvatn sýndi rennsli upp á rúma 560 m3/sek síðdegis í dag. Það sama gildir um rennsli við Sveinstind sem mældist rétt undir 1.500 m3/sek.

Áætlað er að um 75 gígalítrar af hlaupvatni hafi komið fram við Sveinstind á fyrsta sólarhring hlaupsins. Mælingar gefa til kynna að heildarrúmmál eystri ketilsins hafi verið um 260 gígalítrar áður en hljóp úr honum. Það má því áætla að aðeins um 1/3 heildarrúmmáls hlaupvatnsins sé nú þegar kominn fram við Sveinstind.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að hámarksrennsli við Sveinstind sé lægra en í síðustu hlaupum úr eystri katlinum svo ætla má að núverandi hlaup komi til með að vara lengur. Hlaup sem varir lengur, ásamt hárri vatnsstöðu í upphafi hlaups, getur orsakað meiri útbreiðslu hlaupvatns í byggð.

Hér fyrir neðan eru myndir sem Sigurður Hjálmarsson í Vík tók á flóðasvæðinu í dag.

sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson
Fyrri greinHamar situr eftir annað árið í röð
Næsta greinSpennan magnast hjá Ægismönnum