Vökufólk gekk á gosstöðvarnar

Ungmennafélagið Vaka í Flóahreppi stóð fyrir gönguferð frá Þórsmörk að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi um síðustu helgi.

Það var fimmtán manna hópur frá félaginu lagði af stað í blíðskaparveðri kl. 11:30 frá Básum og gekk sem leið lá yfir Kattahryggi, Heiðarhorn, Morinsheiði, Heljarkamb, upp Bröttufönn og þaðan að gosstöðvunum.

Hópurinn dvaldi í um eina klukkustund við gosstöðvarnar þar sem sjá mátti iðandi kviku með brennisteinslykt í vitum.

Eftir það var haldið heim á leið og gekk hluti hópsins niður Hvannárgil sem er nokkuð torfærari leið. Gangan tók í heild sinni um sjö klukkutíma og voru göngugarparnir ánægðir með ferðina þegar niður var komið.

Fyrri greinAllt fé skorið niður á Hurðarbaki
Næsta greinGóð sala í grænmetinu