Vöktu athygli á háum bensínskatti

Hópur ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi stóð nýverið fyrir gjörningi á bensínstöð N1 á Selfossi þar sem þeir niðurgreiddu álagningu ríkisins á hvern bensínlítra í boði ungra sjálfstæðismanna í kjördæminu.

Þannig vildu þeir vekja athygli á hárri álagningu ríkisins á bensínlítranum og almennum skattapíningum fráfarandi ríkisstjórnar.

Þess má geta að ríkið leggur u.þ.b. 122 kr. á hvern bensínlítra. Heppnir viðskiptavinir N1 fengu því bensínlítrann með 48% afslætti að þessu sinni.

Fyrri greinHamri spáð falli
Næsta greinTíu dagar í fyrsta heimaleik