Vitnum boðið í kaffi

Lögreglustöðin og sýsluskrifstofan á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ekið var utan í silfurgráa Benz bifreið fyrir utan Grænumörk 5 á Selfossi síðastliðinn fimmtudag, þann 6. september milli klukkan 12:30 og 15:00.

Ef einhver getur veitt lögreglunni á Suðurlandi upplýsingar um atvikið er hinn sá sami beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444-2000 eða kíkja í kaffi á lögreglustöðina að Hörðuvöllum 1 á Selfossi.

Fyrri greinUpprennandi rithöfundar í ML
Næsta greinÓlöf ráðin deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum