VISS opnar á Hvolsvelli

Ljósmynd/Rangárþing eystra

Undanfarna mánuði hefur staðið yfir undirbúningsvinna við opnun VISS starfshæfingarstöðvar á Hvolsvelli.

Starfsstöðin mun opna nú á allra næstu dögum í gamla matsalnum á Kirkjuhvoli sem hefur fengið verulega andlitslyftingu.

Forstöðumaður og leiðbeinandi hafa verið ráðin, þau Gunnsteinn Sigurðsson og Arnheiður Dögg Einarsdóttir og eru bæði tekin til starfa.

Umsóknir um störf á hæfingarstöðinni fara fram á vef Vinnumálastofnunar og mun það verða auglýst nú á næstu dögum.

Í tilkynningu frá Rangárþingi eystra segir að um sé að ræða mjög mikið framfaraskref í sveitarfélaginu á þessu sviði og mun vinnustaðurinn vonandi vaxa og dafna á næstu árum.

Fyrri greinMjölnir bauð lægst í Uppsveitunum
Næsta greinBarbára Sól lánuð til Celtic