VISS kemst í jólaskap

Í dag kl. 11 verður fjör á VISS, vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi þegar hafin verður sala á jólavörum og öðrum vörum.

Kaffihúsastemmning verður á VISS og allir velkomnir að koma og þiggja kaffi og kíkja á vörurnar. Mikið af fallegum skrautmunum og nytjahlutum úr ýmsum efnivið en á VISS er lögð áhersla á endurvinnslu hráefnis.

Frá mánudeginum 2. desember og fram til jóla er opið milli 8:30-16:00 alla virka daga.

Fyrri greinFjórir bílar ultu í mikilli hálku
Næsta greinGolfklúbbur Selfoss lækkar félagsgjöldin