VISS kemst í jólaskap

Föstudaginn 1.desember kl. 11:00 verður fjör á VISS, vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi þegar hafin verður sala á jólavörum.

Áður en verslunun verður opnuð þá verður kveikt á jólatré sem Rotary klúbbur Selfoss gefur VISS.

Þennan dag verður kaffihúsastemmning á VISS og allir velkomnir að koma og þiggja kaffi og kíkja á vörurnar í versluninni. Þar er fullt af fallegum skrautmunum og nytjahlutum úr ýmsum efnivið en á VISS er lögð áhersla á endurvinnslu hráefnis.

Versluninn er opið alla virka daga frá 8:30-16:00.

Fyrri greinMmm-kvöld; mál, mynd og músík
Næsta greinVel heppnaður dagur gegn einelti