VISS fékk viðurkenningu fyrir framlag til umhverfismála

VISS vinnu- og hæfingarstöð á Selfossi fékk á dögunum viðurkenningu sveitarfélagsins Árborgar fyrir framlag til umhverfismála.

Valið var tilkynnt á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi en í gær var formleg afhending verðlaunanna með starfsfólki VISS.

VISS leggur mikla áherslu á að vinna úr endurnýttu efni og má þar nefna ýmsa smíðagripi sem seldir eru í versluninni í Gagnheiði. Gömul handklæði og lín eru notuð í tuskur fyrir verkstæði og þjónustuaðila og farið er reglulega í plokk-ferðir og hreinsað rusl á opnum svæðum.

Fyrri greinHlynur útnefndur sveitarlistamaður ársins
Næsta greinÞrenn umhverfisverðlaun veitt í Rangárþingi eystra