Virkjunin styrkir afhendingaröryggi í Bláskógabyggð

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tók í gær skóflustungu að byggingu Brúarvirkjunar í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum, sem er 9,9 MWe rennslisvirkjun.

„Skóflustungan er stór áfangi en Brúarvirkjun er fyrsta vatnsaflsvirkjunin í eigu HS Orku. Virkjunin er rennslisvirkjun með litla inntakstjörn og niðurgrafna fallpípu sem gerir alla ásýnd í landslagi lítt áberandi. Vegna smæðar virkjunarinnar var ekki skýlaus krafa um að hún þyrfti að fara í umhverfismat en við töldum mikilvægt að fara þá leið engu að síður, til að vanda til verka og gæta allra hagsmuna“ segir Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku.

Í tilkynningu frá HS Orku segir að jákvæð áhrif virkjunarinnar á Bláskógarbyggð séu talsverð en hún mun meðal annars styrkja afhendingaröryggi raforku í nágrannabyggðum, þar sem t.a.m. eru fjölmörg stór gróðurhús.

Stofnkerfi raforku styrkist á stóru svæði með lagningu háspennustrengs frá jörðinni Brú til Reykholts og einnig munu virkjunarframkvæmdir skapa störf á svæðinu, bæði á byggingartíma sem og þegar rekstur hefst.

Fyrri greinDusan ráðinn þjálfari Hamars
Næsta greinKæru Selfyssinga vísað frá dómi