„Virðist vera að lyppast niður“

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar á Selfossi, segist óttast það helst að ekkert verði gert í fangelsismálum landsmanna eftir þá miklu umræðu sem var um málið fyrir nokkrum vikum.

Hann segist ekki sjá mikinn vilja í nýframlögðum fjárlögum til að taka á málum.

„Ég held að þetta mál sé bara að lyppast niður eins og vanalega. Það er í mesta lagi að við fáum annan grunn eins og var byggður á Tunguhálsi á áttunda áratug síðustu aldar. Mér sýnist ekkert ætla að koma út úr þessu öllu saman,“ sagði Ari í samtali við Sunnlenska.