Vinnuslys í Hveragerði

Um 14:30 í dag varð vinnuslys í Hveragerði þar sem verið var að afferma flutningabifreið. Hluti farms féll á ökumann flutningabifreiðarinnar með þeim afleiðingum að hann slasaðist.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi en lögreglan á Selfossi getur ekki veitt nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins auk þess sem Vinnueftirlit Suðurlands var kallað til og kom fulltrúi þess á vettvang.

Fyrri greinKúrbítspizza
Næsta greinFannst látinn á Hótel Örk