Vinnuslys á Hellisheiði

Vinnuslys varð á Hellisheiði á föstudag. Vélamaður sem var að fara upp í vinnuvél sína missti takið og féll niður á milli belta vinnuvélarinnar.

Maðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala þar sem kom í ljós að hann reyndist rifbeinsbrotinn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi. Þar má einnig lesa að í síðustu viku barst engin tilkynning um innbrot eða þjófnaði í umdæmi Selfosslögreglunnar og þykir það tíðindum sæta.