Vinnuskúrar verði fangaklefar

Hugmynd um að fjölga fangaklefum með því að flytja vinnubúðir verkamanna við álverið á Reyðarfirði að Litla-Hrauni voru kynntar í fangelsinu í dag við góðar undirtektir.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Með þessu móti væri hægt að fjölga um 45 pláss á Litla-Hrauni.

Að því kom fram í frétt RÚV væri hægt að setja niður þrjár einingar sem hver um sig myndi kosta um þrjátíu milljónir að koma á staðinn sem fullfrágengin fangelsi.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar í Árborg og fangavörður á Litla Hrauni, segir að húsin uppfylli alla staðla um öryggi og aðstöðu.

Fyrri greinÞriðja tap FSu í röð
Næsta grein150 manns leita á Eyjafjallajökli