Vinnuhópur skoði samstarfsfleti

Framtíð Skólaskrifstofu Suðurlands og framhald á samstarfi í skólamálum var umræðuefni meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi sem hittust á Þingborg í síðustu viku.

Til fundarins voru mættir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem átt hafa samstarf um Skólaskrifstofuna, utan Árborgar, sem hefur tilkynnt um úrsögn sína úr samstarfinu.

Ræddar voru útfærslur á hvort og þá hvernig haga megi samstarfi um skólamál í héraðinu. Á fundinum var skipaður vinnuhópur til að fara yfir næstu skref.

Að því að heimildir herma voru fundarmenn opnir fyrir ýmsum útgáfum af samstarfi, en augljóst þykir að endurskipuleggja þurfi rekstur skólaskrifstofunnar þar sem erfitt kann að verða að standa undir stjórnunarkostnaði án þátttöku Árborgar.

Fyrri greinHvetja stjórnvöld til aðgerða
Næsta greinJörð skelfur við Jarlhettur