Vinnuafl skortir í skógrækt vegna COVID-19

Ljósmynd/Hreinn Óskarsson

Yf­ir­vof­andi er að vinnu­afl muni skorta í skóg­rækt á Íslandi á kom­andi sumri vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru.

Um 15 til 20 er­lend­ir há­skóla­nem­ar hafa starfað hjá Skóg­rækt rík­is­ins und­an­far­in sum­ur og fengið vinn­una metna til náms en nú er ekki út­lit fyr­ir að mögu­legt verði að fá er­lenda há­skóla­nema í þessi störf þetta árið vegna ferðatak­mark­ana.

Morgunblaðið greinir frá þessu og vitnar í Hrein Óskarsson, sviðsstjóra samhæfingarsviðs Skógræktarinnar. Er­lendu nem­arn­ir hafa unnið allt frá tveim­ur vik­um og upp í þrjá mánuði hjá Skóg­rækt­inni en vinn­una fá þeir metna til ein­inga fyr­ir nám sitt.

„Það koma lík­lega eng­ir í ár, það bara geng­ur ekki upp að fá fólk sem þarf að fara í sótt­kví,“ seg­ir Hreinn í Morg­un­blaðinu.

Frétt mbl.is

Fyrri greinViðskiptahraðall fyrir nýjar lausnir í matvælaiðnaði
Næsta greinKveikt í gaskútum á fjórum stöðum á Selfossi í nótt