Vinnsluholur prófaðar á næstu vikum

Nú eftir helgi hefjast prófanir hjá Orkuveitu Reykjavíkur á vinnsluholum í Hverahlíð vegna fyrirhugaðrar tengingar þeirra við Hellisheiðarvirkjun.

Alls verða prófaðar fjórar holur og er áætlað er að hver hola blási í gegnum hljóðdeyfi í 5-6 vikur og að í heild muni prófanirnar taka 9 vikur.

Í tilkynningu frá OR segir að reynt verði að takmarka hljóðmengun frá borholunum, með því að halda borholuvökva sem upp úr þeim berst í lágmarki. Einnig verða dropasíur á öllum hljóðdeyfum, en þær minnka hávaða og takmarka einnig magn borholuvökva sem berst yfir næsta nágrenni.

Stjórn verður höfð á frárennsli og þess gætt að það renni ekki yfir næsta nágrenni og skemmi gróður.

Til að tryggja öryggi vera settar upp girðingar/kaðlar og merkingar, auk þess sem sem aðkomuleið að plönunum er lokuð.

Fyrri greinNý safngeymsla í Skógum
Næsta greinÞór áfram í bikarnum – FSu úr leik