Vinnslugeta hitaveitunnar eykst með nýrri holu

Ljósmynd/Grímsnes- og Grafningshreppur

Borun og prófunum á nýrri vinnsluholu, VN-34, í Vaðnesi í Grímsnesi er nú lokið. Holan var boruð í 600 m dýpi og er hún að gefa um 50-60 l/s af 70°C heitu vatni sem er svipað og núverandi vinnsluhola í Vaðnesi.

Eftir á að prófa holuna til lengri tíma en fyrstu prófanir gefa til kynna að nýja holan hafi lítil áhrif á vinnslu í núverandi vinnsluholu. Aðalæð VN-34 er á um 540 m dýpi og er ríflega 75°C heit og fer hitnandi.

„Með þessari holu er búið að auka bæði vinnslugetu og afhendingaröryggi Hitaveitu Grímsnes- og Grafningshrepps. Nú fer af stað vinna vinna við virkjun á holunni og er stefnt á það fyrir árslok 2024,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu, þar sem Borlausnum, ÍSOR og landeigendum í Vaðnesi er þakkað samstarfið.

Fyrri greinVæri til í að vera forseti Íslands
Næsta greinÍbúakosningunni frestað