Vinningshafinn ekki kominn fram

Miðaeigandinn sem keypti Víkingalottómiða með 100 milljón króna vinningi á Selfossi í síðustu viku hefur ekki gefið sig fram.

Potturinn var 98,7 milljónir króna en vinningsmiðinn var keyptur í Snælandi á Selfossi og er 10 raða sjálfvalsmiði án Jókers sem kostaði 500 krónur.

Þetta er þriðji stærsti vinningur sem Íslendingur hefur unnið í leikjum Íslenskrar getspár.