Vinningshafar í jólagluggaleik

Glæsilegur jólagluggi í bókasafninu á Selfossi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Árborg

Metfjöldi barna tóku þátt í jólagluggaleiknum í Árborg í ár. Á hverjum degi í desember opnaði jólagluggi í stofnun eða fyrirtæki í Árborg og í hverjum glugga var einn bókstafur.

Síðan þarf að leysa þraut á þátttökublaði og þegar búið var að finna lausnina var henni skilað inn og síðan dró Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, út þrjá heppna þátttakendur sem svöruðu öllum spurningum rétt.

Verðlaun fyrir jólagluggaleikinn 2020 hlutu Árný Ingvarsdóttir, Hekla Dís Einarsdóttir og Tristan Freyr Guðmundsson og hafa þau þegar fengið verðlaunin afhent.

Fyrri greinRafmagn skammtað í Skaftárhreppi
Næsta greinAðalvinningurinn afhentur