Vinningshafar í „Gaman saman“ dregnir út

Á 17.júní voru afhent verðlaun fyrir fjölskylduleikinn „Gaman saman“ sem haldinn er í tengslum við menningarhátíðina Vor í Árborg á hverju ári.

Kjartan Björnsson, formaður menningarnefndar Sv. Árborgar og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson, verslunarstjóri Bónus á Selfossi afhentu verðlaunin í bæjargarðinum á Selfossi.

Leikurinn gengur út á það að fjölskyldan fari saman á ákveðna viðburði þar sem krakkarnir gátu fengið stimpil í vegabréf sem fylgdi dagskrá hátíðarinnar. Hægt var að fá stimpla á fimmtán viðburðum en safna þurfti að lágmarki sex stimplum til að eiga möguleika á verðlaunum og dregið var úr innsendum vegabréfum.

Verðlaunin þetta árið voru ekki af verri endandum en efstu þrír sem voru dregnir út fengu úttektir í Bónus og síðan voru dregin út tvö aukaverðlaun. Allir sem dregnir voru út ýmislegt sumardót.

Fyrstu verðlaun hlaut Nökkvi Þór Ásgeirsson en hann fékk 30.000 kr. úttekt í Bónus. Önnur verðlaun hlaut Viktor Örn Ólafsson en hann fékk 20.000 kr. úttekt og Júlía Brá Ölversdóttir var dregin út í þriðja sæti og hlaut hún 10.000 kr. úttekt. Thelma Sif Halldórsdóttir og Benedikt Jón Baldursson fengu síðan aukaverðlaun.

Fyrri greinBjörguðu bíl úr Krossá
Næsta greinÁgústa vann blómaköku-keppnina