Vinna rammaskipulag á Fjallabakssvæðinu

Rangárþing ytra, Rangárþing eystra og Skaftárhreppur hafa skipað vinnuhóp til að vinna að sameiginlegri stefnumörkun á sviði samgangna og ferðaþjónustu á hálendissvæðum sveitarfélaganna.

Um er að ræða Fjallabakssvæðið norðan Mýrdalsjökuls.

Lýsing fyrir verkefnið liggur fyrir og þar kemur m.a. fram afmörkun svæðisins, markmið verkefnisins og verklýsing og má nálgast hana á hér.

Málstofa þar sem verkefnið verður kynnt frekar verður á Hvolsvelli 27. febrúar. Allir íbúar, áhugafólk og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér verkfnið og koma ábendingum og tillögum til skipulagsfulltrúa sveitarfélaganna eða til ráðgjafa Steinsholts sf. sem vinnur með stýrihónum sem skipulagsráðgjafi verkefnisins.

Fyrri greinVara við íshellinum í Gígjökli
Næsta greinVilja fá Ljósnetið á Klaustur