Vinna að heildarstefnu í umhverfismálum

Sveitarfélagið Ölfus hefur sett á laggirnar nefnd um umhverfisstefnu sveitarfélagsins.

Hlutverk hópsins er að vinna heildarstefnu í umhverfismálum og skila tillögu til bæjarstjórnar að umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið fyrir árslok 2012. Lögð er áhersla á að við mótun stefnunnar verði hugað að lýðræðislegri aðkomu sem flestra þ.m.t. að drög að tillögu liggi frammi opinberlega til athugasemda fyrir íbúa og aðra sem vilja láta sig málið varða.

Í nefndina voru skipuð Anna Björg Níelsdóttir, Ásgerður Eiríksdóttir, Gunnþór Guðfinnsson, Rafn Gíslason, Stefán Jónsson, Hrönn Guðmundsdóttir fulltrúi íbúa og fulltrúi frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Fulltrúar frá grunn- og leikskólum munu starfa með hópnum eftir þörfum.