Vindur færist til vesturs

Lögreglan á Hvolsvelli vill ítreka að Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökull eru skilgreind bannsvæði og einnig er öll umferð á Mýrdalsjökli bönnuð.

Veður er að breytast á svæðinu og vindur að færast til vesturs. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í nótt snýst vindur til vestlægrar áttar og verður norðvestan- og vestanátt ríkjandi allan morgundaginn.

Búast má við öskufalli frá Austur Eyjafjöllum austur að Mýrdalssandi, en að öllum líkindum verður öskufall mest í námunda við Mýrdalsjökul.

Fyrri greinLaugdælir í undanúrslit
Næsta greinSópað af þökum á Seljalandi