Vínbúðin flytur í Sunnumörk

Sunnumörk í Hveragerði. Mynd úr safni.

ÁTVR hefur gert langtíma leigusamning við Reiti fasteignafélag um 220 fermetra húsnæði fyrir Vínbúð í verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk í Hveragerði.

Um er að ræða rými við hlið Bónus en aðgengi að bilinu verður í gegnum verslunarganginn.

Á næstu dögum hefst vinna við að aðlaga húsnæðið að þörfum ÁTVR en gert er ráð fyrir að verslunin opni í lok maí.

Í dag er Vínbúðin inni í bensínstöð N1 í Hveragerði.

UPPFÆRT 18/3/2014 KL. 13:27

Fyrri greinMissti framan af fingri
Næsta greinMagnús Gísla: Að horfa fram á við