Viltu starfa í slökkviliði?

Ljósmynd/BÁ

Kynningarfundur fyrir þá sem eru áhugasamir um að starfa sem slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Árnessýslu verður haldinn í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi miðvikudaginn 23. september kl 20:00.

Brunavarnir Árnessýslu auglýstu á dögunum eftir slökkviliðsmönnum, bæði konum og körlum, til starfa á starfsstöðum sínum á Selfossi, Laugarvatni, Flúðum, Reykholti, Árnesi, Hveragerði og Þorlákshöfn.

Um er að ræða hlutastörf í útkallsliði BÁ. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um en allir geta kynnt sér starfsemina á kynningarfundinum á miðvikudagskvöld.