Viltu starfa í björgunarsveit?

Í kvöld kl. 20 verður haldinn kynningarfundur fyrir nýliðastarf Björgunarfélags Árborgar. Starfið er ætlað einstaklingum sem hafa náð 17 ára aldri, enginn er of gamall.

Allir þeir sem hafa áhuga á að starfa í björgunarsveit eru hvattir til þess að mæta og kynna sér starfið. Fundurinn verður haldinn í Björgunarmiðstöð Árborgar við Árveg. Léttar veitingar í boði.