Villtist í þoku á Kili

Laust fyrir hádegi í dag barst Neyðarlínunni símtal frá Svisslendingi sem var villtur á Kili. Hafði hann þá fundið bíl sinn og hugðist aka til byggða.

Maðurinn var einn á ferð og voru björgunarsveitir í sambandi við hann á meðan hann er á leið niður af hálendinu.

Í upphafi voru allar björgunarsveitir á vestanverðu Suðurlandi kallaðar út til að leita að manninum og félaga hans eftir að maðurinn hringdi í Neyðarlínuna fyrr í morgun. Á manninum mátti skilja að þeir væru tveir á ferð og á leið upp á jökul. Ekki fengust frekari upplýsingar frá mönnunum þar sem símasambandið slitnaði og því voru allar sveitir kallaðar út en þegar hið rétta kom í ljós var útkallið afturkallað.

Fyrri greinFlytja strætóskýli frá Sunnulæk
Næsta greinFrönsk pör í villum í snjókomu að Fjallabaki