Vill veðurstöð á Selfoss

Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur og nefndarmaður í Framkvæmda- og veitustjórn Árborgar vill að Veðurstofan komi upp veðurathugunarstöð á Selfossi.

Tómas Ellert hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp hjá bæjaryfirvöldum.

„Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að ég tel mikilvægt að koma upp slíkri stöð á Selfossi,“ segir Tómas Ellert. „Veðurfar á Selfossi er á tíðum ólíkt því sem gerist í næsta nágrenni, svo sem vindafar og snjóalög. Slík stöð myndi t.a.m. nýtast við hönnun mannvirkja og fráveitur.“

Þá bendir Tómas Ellert á að veðurathugunarstöð geti verið eitt af mikilvægari hjálpartækjum ferðaþjónustunnar og bætt umferðaröryggi. Hann vonast til að málið verði tekið til meðferðar hjá framkvæmda- og veitusviði á næstunni.

Fyrri greinHátíð í Hofinu
Næsta greinMokað alla daga